Sagnagrunnur

Kortlagður gagnagrunnur yfir íslenskar sagnirA geographically mapped database of Icelandic folk legends

Opna kortOpen map   Ítarleg útgáfaAdvanced version

Sagnagrunnurinn er kortlagður gagnagrunnur yfir sagnir úr helstu þjóðsagnasöfnum Íslands.

Vinna við skráningu hófst árið 1999 að tilstuðlan Terry Gunnell, prófessors í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þessi útgáfa (frá 2014) er afrakstur mikilla endurbóta og kortlagningar á gagnagrunninum sem unnið var sem meistaraverkefni Trausta Dagssonar í hagnýtri þjóðfræði. Um er að ræða yfirgripsmikið kort yfir íslenskar sagnir. Á kortinu sjást jafnt sögustaðir sagnanna sem og heimili heimildafólksins sem sagði þær. Flestar þessarar sagna koma úr þjóðsagnasöfnum sem safnað var frá miðri 19. öld fram á fyrri hluta 20. aldar.

Verkefnið var stutt af RANNÍS, Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og Kungl. Gustav Adolfs Akademien för svensk folkkultur.

Information in English.

Bo Almqvist

Sænski þjóðfræðingurinn Bo Almqvist (1931–2013) á mikinn þátt í því starfi sem á endanum varð grunnurinn að þessu verkefni. Almqvist hafði gríðarlegan áhuga á þjóðfræði Íslands, Írlands, Orkneyja, Hjaltlandseyja og Svíþjóðar og lagði mikið til íslenskra samanburðarrannsókna á sögnum og ævintýrum.

Þetta verkefni er tileinkað minningu Bo Almqvists.